Welcome‎ > ‎

Velkomin!


Hvernig má bjóða þér Ísland?


Reisan (YourTrip) aðstoðar þig við að fá þá ferð sem þú vilt.

Sem einföld leiðsagnarþjónusta er Reisan mjög sveigjanleg. Við þjónustum aðra ferðaþjónustuaðila sem vantar leiðsögumann en einnig sjáum við um þjónustu við sjálfstæða hópa og einstaklinga. Sem ferðaskipuleggjandi, með öll leyfi og tryggingar sem þarf, getum við skipulagt dagsferðir eftir þínum kröfum og óskum. Þú getur líka spurt okkur hvað er í uppáhaldi hjá okkur.

Sem ferðaskipuleggjandi á höfuðborgarsvæðinu náum við yfir svæðið frá Snæfellsnesi í vestri til Víkur í Mýrdal í austri. En okkar uppáhald er Reykjanesskaginn með öllum sínum hulduperlum. Kíktu á myndskeiðið hér til hægri til að sjá brot af því sem Reykjanesskaginn hefur uppá að bjóða. Hægt er að bjóða upp á stærra svæði í margra daga ferðum. Hafðu samband ef þú vilt vita hvernig þær fara fram.

Sem leiðsöguþjónusta er allt landið okkar svæði, frá fjöru til fjalla. Jafnvel ef óskað er eftir hvalaleiðsögn erum við á heimavelli.

Reyndur og vel menntaður leiðsögumaður leiðir þig og hóp þinn örugglega hvert sem þú vilt, hvort sem það er í ys og þys borgarinnar eða úti í villtri náttúrunni.

Til að hafa samband smelltu hér Um Reisuna