About YourTrip‎ > ‎

Um Reisuna


Hvað er Reisan?

Reisan ehf, eða YourTrip eins og hún heitir á ensku, er fjölskyldufyrirtæki sem byggir á útivistar- og ferðaáhuga stofnandans og fjölskyldu hans. Meirihluti starfseminnar er þjónusta við stærri ferðaþjónustufyrirtæki sem kaupa leiðsagnarþjónustu fyrir sínar ferðir og er þá starfað undir merkjum þeirra fyrirtækja. Hvort sem um er að ræða jeppaferðir, rútuleiðsögn, á fjórhjólum eða fótgangandi eru fáar ferðir sem við tökum ekki að okkur.

Sem ferðaskipuleggjandi, með öll þau leyfi og tryggingar sem þarf, tekur Reisan að sér að skipuleggja dagsferðir með öllu inniföldu þar sem þú greiðir okkur eina greiðslu í stað þess að sjá sjálfur um allar bókanir og greiðslur til þeirra þjónustuaðila sem þú nýtir þann dag: söfn, matur, rútur o.þ.h.
Ef þig vantar aðstoð við að skipuleggja ferð um Ísland, setja um ferðaáætlun eða jafnvel bóka margra daga ferðir með okkur er hægt að útvega þá þjónstu. Reisan mun gefa fast verð og standa við það.

En hvað ertu að fá? Hver er leiðsögumaðurinn?
Ég verð leiðsögumaðurinn. Ég er náttúrulandfræðingur frá Háskóla Íslands sem vinnur sína skrifstofuvinnu hjá Landmælingum Íslands sem sérfræðingur í landupplýsingakerfum, kortagerð og grunngerð landupplýsinga (ef það segir einhverjum eitthvað). Sem landfræðingur er fátt í náttúrunni sem ég kann ekki skil á hvort sem það snýr að jarðfræði, jarðsögu, gróðri eða dýralífi. Einnig er ég vel að mér í sögu lands og þjóðar.
Ég er faglærður gönguleiðsögumaður frá Leiðsöguskóla Íslands og meðlimur í Félagi leiðsögumanna.

Ég hef reynslu af leiðsögu í tveggja manna einkaferðum yfir í reglulegar ferðir á 200 manna hvalaskoðunarskipi. Hver sem ferðin er reyni ég mitt allra besta til þess að ferðin verði hápunktur í ferðalögum viðskiptavina minna. Inntakið í mínum ferðum eru skemmtun, ævintýri og alvöru upplifun af Íslandi.

Ég heiti Ragnar Þórðarson en kallið mig bara Ragga. Ég er framkvæmdastjóri og leiðsögumaður Reisunnar ehf, til þjónustu reiðubúinn.Ragnar_Thordarson
Reisan ehf. / YourTrip ltd.
Kt: 520400-4270
E-mail: yourtrip ( at ) yourtrip.is
Tel: +354-694-9658

Skráning Fyrirtækjaskrár / Official Firm Registration
Skráning Ferðaskipuleggjandaleyfa / Registration of authorized Tour Operators